INTER - Samtök aðila er veita netþjónustu


Kvörtun til Samkeppnisstofnunar 8. janúar 2004

Efni: Misnotkun á markaðsráðandi stöðu: Tilboð Landssímans (LS) um 'ADSL-pakka - Þráðlaust Internet' og það hvernig Landssíminn kynnir ADSL-þjónustu Símans Internet saman með ADSL-línum í grunnnetinu.

Inngangur: Í auglýsingum sem birtar hafa verið hafa undanfarnar vikur frá Símanum, t.d. heilsíðuauglýsingu á bls. 7 í Fréttablaðinu þann 1. des 2003 (meðfylgjandi) er kynnt eftirfarandi tilboð:
Aðeins 2.490 kr* Innifalið - Beinir (router) með þráðlausum sendi, þráðlaust netkort í fartölvu og smásía. * Tilboðið miðast við 12 mánaða áskrift að ADSL 1500 eða ADSL 2000 tengingu hjá Símanum Internet. Einnig gefur Síminn út fréttatilkynningu 1. des sl. (meðfylgjandi) þar sem fram kemur m.a. að 'Síminn Internet' lækki mánaðarverð á ADSL 2000 áskrift þjónustunnar.. úr 6.860 kr. í 5.000 kr.

Skv. upplýsingum frá þjónustuveri Símans í dag, 8. janúar er ofangreint tilboð enn í gangi, að því undanskildu að stofngjald grunnnetsins fyrir ADSL-þjónustuna sem var fellt niður til 23. desember fylgir ekki lengur með (enda var ekki skilyrði að kaupa tilboðið til að fá tímabundið niðurfellt stofngjaldið, jafnvel þó að skilja megi tilboðið þannig að niðurfelling stofngjalds sé innifalin í því).

Það er áréttað að stjórn Inter gerir engar athugasemdir við lækkun verðs á ADSL-línum í grunnkerfi LS.

Hinsvegar er verulega ámælisvert hvernig Síminn stendur að kynningu á lækkuninni, og eignar hana alfarið Internetþjónustu Símans, Símanum Internet (SI). Þjónustan sem er verið að lækka er ADSL-línan sem seld er sem hluti af þjónustu grunnkerfis Símans. Sbr. meðfylgjandi úrklippu (frétt) í Fréttablaðinu dags. 2 des. er þessu sömuleiðis haldið fram enda fréttin væntanlega unnin upp úr fréttatilkynningunni.

Ljóst þykir skv. þessu tvennu að Síminn gerir engan greinarmun á milli deilda sem eiga að vera rekstrarlega og fjárhagslega aðskildar.

Í ákv. SKS nr. 21/1998 segir m.a.: (bls. 65) ,, þá geta alls kyns verðákvarðanir og viðskiptaskilmálar verið andlag misnotkunar á markaðsráðandi stöðu þegar markaðsráðandi fyrirtæki á í hlut. [...] Það gæti með slíkri aðgerð misnotað hina markaðsráðandi stöðu. Sama má segja um afslætti, ýmiss konar mismunun í sambærilegum viðskiptum og loks samtvinnun óskyldra vara eða þjónustu í markaðssetningu og sölu. Ef Landssíminn t.d. tengir saman almenna símaþjónustu, sem engin samkeppni er um, og aðra þjónustu sem rekin er í samkeppni, getur verið um misnotkun á markaðsráðandi stöðu að ræða." Jafnframt koma fram í beinu framhaldi þau almennu tilmæli í þessu efni ,,að [Landssíminn skuli] gæta að framangreindum sjónarmiðum við markaðsfærslu sína og samskipti við keppinauta og neytendur."

Stjórn Inter telur að tilboðið og kynningin á lækkun sé misnotkun á markaðsráðandi stöðu LS með því að tengd er saman þjónusta Símans Internets annarsvegar og sala á ADSL-1500 og ADSL-2000 línum hinsvegar. Einnig að Símanum Internet er eignuð lækkun á ADSL-línum sem er hluti af grunnneti Símans og óskyld þjónusta. Þannig selja Internetþjónustur í samkeppni við Símann Internet einnig ADSL-línur frá grunnneti Símans þegar neytendum er seld ADSL netþjónusta. Hinsvegar frá keppinautar Símans Internet enga framlegð af mánaðargjaldi fyrir ADSL-línur og geta þannig ekki niðurgreitt slík tilboð sem Síminn býður, enda er þar sannanlega um niðurgreiðslu að ræða, niðurgreiðslu, sem er fjármögnuð að hluta með því að neytandinn er skuldbundinn til að kaupa dýrari gerð af ADSL-línu en almennt gerist (algengasta tegund ADSL-línu er ADSL-256 sem seld er á kr. 2.500 á mánuði). Þarna tvinnar Síminn saman tilboð frá óskyldum rekstrareiningum sem keppinautar Símans Internets eiga engan möguleika á að svara.

Minnt er á ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 41/1997 ,,Pósti og Síma er ... óheimilt í krafti markaðslegar og fjárhagslegrar stöðu fyrirtækisins að hafast nokkuð það að sem skaðað getur samkeppnina á markaðnum fyrir fjarskiptaþjónustu og á tengdum mörkuðum."

Jafnframt er bent á að skv. 86 gr. Rómarsáttmálans (54. gr. EES-samningsins) hvílir sú skylda á markaðsráðandi fjarskiptafyrirtækjum að raska ekki samkeppni með aðgerðum sínum.

Í V. kafla Samkeppnislaga er fjallað um eftirlit með samkeppnishömlum. Í 17. gr. laganna segir að Samkeppnisráð geti gripið til aðgerða gegn samningum, skilmálum, athöfnum og aðstæðum sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Hin skaðlegu áhrif geta m.a. í því falist að fyrirtæki nái, viðhaldi eða styrki markaðsráðandi stöðu sína á þeim markaði sem um ræðir. Þá segir að íhlutun geti falið í sér … bann, fyrirmæli eða heimild.

Þá setur stjórn Inter spurningarmerki við þá tilhögun að þjónusta Símans Internets (SI) sé auglýst saman með annarri þjónustu Landssímans, samtvinnun á mismundandi þjónustu, og hvernig þátttöku SI vegna auglýsingakostnaðarins (hönnun og birtingu) sé háttað.

Einnig er á það bent, án þess að INTER hafi þar hagsmuna að gæta að í sömu auglýsingu og vitnað er til, að er tvinnuð saman talsímaþjónusta (150 frímínútur) og sala á símtækjum. Það er augljóst að svona ,,tilboð" sendur ekki samkeppnisaðilum Símans í símtækjasölu til boða þannig að þeir geti veitt þá áfram til viðskiptavina sinna.

Inter fer fram á að: